Í Fjallabyggð eru starfræktir skólar á þremur skólastigum: leik‑, grunn- og framhaldsskóli. Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fer fram í báðum byggðarkjörnum, en Menntaskóli Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði.
Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar fer fram á tveimur stöðum. Annars vegar að Leikhólum í Ólafsfirði og hins vegar að Leikskálum á Siglufirði. Börn fá að jafnaði leikskólavist við 12 mánaða aldur, en heimilt er að veita allt niður í 10 mánaða gömlum börnum leikskólavist ef aðstæður leyfa.
Aðlögun yngstu nemenda fer fram um það bil fjórum sinnum á ári. Að öllu jöfnu er ekki biðlisti inn á leikskólann, umfram þá fram að næstu aðlögun eftir að barn nær leikskólaaldri. Sjaldnast er biðlisti fyrir eldri nemendur.
Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar fer fram á tveimur stöðum. Annars vegar að Leikhólum í Ólafsfirði og hins vegar að Leikskálum á Siglufirði. Börn fá að jafnaði leikskólavist við 12 mánaða aldur, en heimilt er að veita allt niður í 10 mánaða gömlum börnum leikskólavist ef aðstæður leyfa.
Aðlögun yngstu nemenda fer fram um það bil fjórum sinnum á ári. Að öllu jöfnu er ekki biðlisti inn á leikskólann, umfram þá fram að næstu aðlögun eftir að barn nær leikskólaaldri. Sjaldnast er biðlisti fyrir eldri nemendur.
Grunnskóli Fjallabyggðar er starfræktur í báðum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Á Siglufirði eru nemendur í 1.-5. bekk við nám, en 6. til 10. bekk er kennt í Ólafsfirði. Nemendum er ekið á milli byggðarkjarna í skólarútu. Á báðum stöðum eru glæsilegar og nýuppgerðar grunnskólalóðir.
Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á Frístund að kennslu lokinni. Um er að ræða skipulagt starf í klukkustund eftir skóla þar sem nemendur geta sinnt íþróttaæfingum, afþreyingu í skólanum eða hópatímum í tónlistarskólanum.
Að Frístund lokinni tekur við Lengd viðverða, fyrir þau börn sem það þurfa.
Bæði Frístund og Lengd viðvera eru staðsett í húsnæði grunnskólans á Siglufirði.
Grunnskóli Fjallabyggðar er starfræktur í báðum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Á Siglufirði eru nemendur í 1.-5. bekk við nám, en 6. til 10. bekk er kennt í Ólafsfirði. Nemendum er ekið á milli byggðarkjarna í skólarútu. Á báðum stöðum eru glæsilegar og nýuppgerðar grunnskólalóðir.
Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á Frístund að kennslu lokinni. Um er að ræða skipulagt starf í klukkustund eftir skóla þar sem nemendur geta sinnt íþróttaæfingum, afþreyingu í skólanum eða hópatímum í tónlistarskólanum.
Að Frístund lokinni tekur við Lengd viðverða, fyrir þau börn sem það þurfa.
Bæði Frístund og Lengd viðvera eru staðsett í húsnæði grunnskólans á Siglufirði.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði. Skólinn er þriggja ára framhaldsskóli þar sem boðið er upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs, auk grunnmennta og starfsbrautar.
Í námsframboði skólans er megináhersla lögð á bóknám, nám í íþróttum og útivist, ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.
Einnig er boðið upp á fjarnám við skólann.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði. Skólinn er þriggja ára framhaldsskóli þar sem boðið er upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs, auk grunnmennta og starfsbrautar.
Í námsframboði skólans er megináhersla lögð á bóknám, nám í íþróttum og útivist, ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.
Einnig er boðið upp á fjarnám við skólann.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er samstarfsverkefni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Hann er starfræktur á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar læra nemendur, byrjendur sem lengra komnir, hljóðfæraleik og öll helstu undirstöðuatriði í tónlist.
Öllum nemendum í grunnskóla gefst kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi. En tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna. Þannig ættu allir sem hafa áhuga á tónlist að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í skólanum, óháð aldri.
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er samstarfsverkefni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Hann er starfræktur á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar læra nemendur, byrjendur sem lengra komnir, hljóðfæraleik og öll helstu undirstöðuatriði í tónlist.
Öllum nemendum í grunnskóla gefst kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi. En tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna. Þannig ættu allir sem hafa áhuga á tónlist að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í skólanum, óháð aldri.