Menntun

Í Fjallabyggð eru starfræktir skólar á þremur skólastigum: leik‑, grunn- og framhalds­skóli. Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar fer fram í báðum byggðar­kjörnum, en Menntaskóli Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði.

Leikskólar

play
play
play
play
play
play

Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar fer fram á tveimur stöðum. Annars vegar að Leikhólum í Ólafsfirði og hins vegar að Leikskálum á Siglufirði. Börn fá að jafnaði leikskólavist við 12 mánaða aldur, en heimilt er að veita allt niður í 10 mánaða gömlum börnum leikskólavist ef aðstæður leyfa.

Aðlögun yngstu nemenda fer fram um það bil fjórum sinnum á ári. Að öllu jöfnu er ekki biðlisti inn á leikskólann, umfram þá fram að næstu aðlögun eftir að barn nær leikskólaaldri. Sjaldnast er biðlisti fyrir eldri nemendur.

Leikskólar

Starfsemi Leikskóla Fjallabyggðar fer fram á tveimur stöðum. Annars vegar að Leikhólum í Ólafsfirði og hins vegar að Leikskálum á Siglufirði. Börn fá að jafnaði leikskólavist við 12 mánaða aldur, en heimilt er að veita allt niður í 10 mánaða gömlum börnum leikskólavist ef aðstæður leyfa.

Aðlögun yngstu nemenda fer fram um það bil fjórum sinnum á ári. Að öllu jöfnu er ekki biðlisti inn á leikskólann, umfram þá fram að næstu aðlögun eftir að barn nær leikskólaaldri. Sjaldnast er biðlisti fyrir eldri nemendur.

play
play
play
play
play
play

Grunnskólar

play
play
play
play
play
play

Grunnskóli Fjallabyggðar er starfræktur í báðum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Á Siglufirði eru nemendur í 1.-5. bekk við nám, en 6. til 10. bekk er kennt í Ólafsfirði. Nemendum er ekið á milli byggðarkjarna í skólarútu. Á báðum stöðum eru glæsilegar og nýuppgerðar grunnskólalóðir.

Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á Frístund að kennslu lokinni. Um er að ræða skipulagt starf í klukkustund eftir skóla þar sem nemendur geta sinnt íþróttaæfingum, afþreyingu í skólanum eða hópatímum í tónlistarskólanum.

Að Frístund lokinni tekur við Lengd viðverða, fyrir þau börn sem það þurfa.

Bæði Frístund og Lengd viðvera eru staðsett í húsnæði grunnskólans á Siglufirði.

Grunnskólar

Grunnskóli Fjallabyggðar er starfræktur í báðum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Á Siglufirði eru nemendur í 1.-5. bekk við nám, en 6. til 10. bekk er kennt í Ólafsfirði. Nemendum er ekið á milli byggðarkjarna í skólarútu. Á báðum stöðum eru glæsilegar og nýuppgerðar grunnskólalóðir.

Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á Frístund að kennslu lokinni. Um er að ræða skipulagt starf í klukkustund eftir skóla þar sem nemendur geta sinnt íþróttaæfingum, afþreyingu í skólanum eða hópatímum í tónlistarskólanum.

Að Frístund lokinni tekur við Lengd viðverða, fyrir þau börn sem það þurfa.

Bæði Frístund og Lengd viðvera eru staðsett í húsnæði grunnskólans á Siglufirði.

play
play
play
play
play
play

Menntaskólinn

play
play
play
play
play
play

Menntaskólinn á Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði. Skólinn er þriggja ára framhaldsskóli þar sem boðið er upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs, auk grunnmennta og starfsbrautar.

Í námsframboði skólans er megináhersla lögð á bóknám, nám í íþróttum og útivist, ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.

Einnig er boðið upp á fjarnám við skólann.

Menntaskólinn

Menntaskólinn á Tröllaskaga er staðsettur í Ólafsfirði. Skólinn er þriggja ára framhaldsskóli þar sem boðið er upp á fjölbreytt nám til stúdentsprófs, auk grunnmennta og starfsbrautar.

Í námsframboði skólans er megináhersla lögð á bóknám, nám í íþróttum og útivist, ásamt listnámi með áherslu á fagurlistir, listljósmyndun og skapandi tónlist.

Einnig er boðið upp á fjarnám við skólann.

play
play
play
play
play
play

Tónlistarskóli

play
play
play
play
play
play

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er samstarfsverkefni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Hann er starfræktur á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar læra nemendur, byrjendur sem lengra komnir, hljóðfæraleik og öll helstu undirstöðuatriði í tónlist.

Öllum nemendum í grunnskóla gefst kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi. En tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna. Þannig ættu allir sem hafa áhuga á tónlist að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í skólanum, óháð aldri.

Tónlistarskóli

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er samstarfsverkefni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar. Hann er starfræktur á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar læra nemendur, byrjendur sem lengra komnir, hljóðfæraleik og öll helstu undirstöðuatriði í tónlist.

Öllum nemendum í grunnskóla gefst kostur á að stunda tónlistarnám sitt sem hluta af samfelldum skóladegi. En tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna. Þannig ættu allir sem hafa áhuga á tónlist að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í skólanum, óháð aldri.

play
play
play
play
play
play
loka